Skátafélagið Vífill

Fréttir

Skátaþing 2016

Skátaþing 2016 er haldið í Mosfellsbæ 11. til 12. mars. Fulltrúar Vífils á þinginu eru 13 og fer félagið með fjögur atkvæði þegar kosningar fara fram. Á þinginu býður skátahöfðingi sig fram til endurkjörs, nýr gjaldkeri verður kjörinn ásamt formönnum ráða. Ennfremur verður kosið í ráð og nefndir, lagðar fram lagabreytingatillögur og margt fleira. Ný …

Skátaþing 2016 Read More »

Íþrótta- og tómstundaráð í heimsókn

Íþrótta- og tómstundaráð Garðabæjar sótti skátafélagið Vífil heim 10. mars sl. Tilgangur heimsóknarinnar var að ráðið fengi að kynnast skátastarfi og starfsemi skátafélagsins. Björn Hilmarsson kynnti skátastarfið undir yfirskriftinni: „Hvað gera skátar þegar ekki er skrúðganga“. Farið var yfir innra starfið í Vífli, samsetningu hópsins og skipulag starfsins. Ennfremur helstu verkefni félagsins og áskoranir í starfi og rekstri. …

Íþrótta- og tómstundaráð í heimsókn Read More »

Fimmtudagssveit fálkaskáta hreiðrar um sig

Fálkasveit fimmtudaga ákvað að taka sitt herbergi í Jötunheimum í gegn og hanna það algjörlega eftir sínu höfði. Síðasta fimmtudag var því unnið hörðum höndum með pensli og sköpunargáfunni og var niðurstaðan ekki af verri endanum. Í kjölfarið var farið með húsgögn í góða hirðinn og má því segja að framkvæmdirnar marki nýtt upphaf hjá …

Fimmtudagssveit fálkaskáta hreiðrar um sig Read More »

Aðalfundur skátafélagsins Vífils 24.2. 2016

Aðalfundur félagsins verður haldinn miðvikudaginn 24. febrúar kl. 20.00 í Jötunheimum. Dagskrá: Fundur settur Kosning fundarstjóra og fundarritara Lögmæti fundarins og kjörgengi fundarmanna kannað Skýrsla stjórnar Skýrslur nefnda Reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar Kosning tveggja stjórnarmanna. Kosning skoðunarmanns reikninga Starfsáætlun ársins 2016 lögð fram Fjárhagsáætlun ársins 2016 lögð fram Önnur mál Til fundarins eru …

Aðalfundur skátafélagsins Vífils 24.2. 2016 Read More »

Skráning á Landsmót 2016; skráningargjöld hækka á næstunni

Við viljum minna alla Vífla á að 15. febrúar hækka skráningargjald á Landsmót um 5%. Nú fer því hver að verða síðastur að skrá sig á www.landsmot.is áður en verðið hækkar. Við viljum einnig benda á að hægt er að skipta skráningargjaldinu upp í fleiri en eina greiðslu. Hægt er að nálgast upplýsingar um fyrirkomulagið …

Skráning á Landsmót 2016; skráningargjöld hækka á næstunni Read More »

Kynning á landsmóti haldin í Jötunheimum

Heil og sæl Nú er komið að enn einu Landsmótinu og að sjálfsögðu láta Víflar sig ekki vanta. Landsmót skáta 2016 verður haldið við Úlfljótsvatn dagana 17. –  24. júlí. Landsmót Skáta er eitt stærsta skátamót sem haldið er á Íslandi og verður haldið í 29. skiptið. Þema mótsins að þessu sinni er Leiðangurinn mikli. …

Kynning á landsmóti haldin í Jötunheimum Read More »

Heiðursfélagi Vífils heiðraður

Ágúst Þorsteinsson skáti, stofnfélagi og heiðursfélagi Vífils, fyrrverandi skátahöfðingi var heiðraður af Íþrótta- og tómstundaráði Garðabæjar 10. janúar sl. Ágústi er þakkað fyrir vel unnin störf að tómstundastarfi ungmenna í Garðabæ um langt árabil. Skátar í Vífli færi Ágústi innilegar hamingjuóskir í tilefni viðurkenningarinnar og eru afar stoltir af því hafa hann í baklandinu.