Vífilsbúð
Skátaskálinn Vífilsbúð býður upp á frábær tækifæri til útivistar.
Skálinn er staðsettur í Heiðmörk og umhverfi hans býður upp á nánast ótæmandi dagskrármöguleika. Sem dæmi má nefna hellaskoðun, trágreiningu, veiði í Vífilstaðavatni, göngu eftir Búrfellsgjá á Búrfell, Valaból og Helgafell.
Helstu upplýsingar
Herbergjaskipan: 2 svefnherbergi, eldhús, salur og svefnloft.
Frágangur sorps og hreinlæti: Leigutaki tekur með sér sorp og útvegar tuskur en skálinn útvegar hreinlætisvörur.
Upphitun: Rafmagn
Vatn: Á brúsum – leigutaki kemur með vatn sjálfur.
Salerni: Kamar.
Borðbúnaður: Fyrir 20 manns.
Svefnpláss í rúmum: Fyrir 8 manns.
Svefnpláss á gólfi: Fyrir 15 manns.
Sími/símasamband: GSM.
Dagskrármöguleikar: Hellaskoðun, trjágreining, veiði í Vífilsstaðavatni, ganga eftir Búrfellsgjá á Búrfell, Valaból og Helgafell. Við skálann er góð grasflöt til tjöldunar og leikja.
Leigugjöld
Næturgjald: 1.200 kr. á mann
Daggjald: 7500 kr.
Helgargjald: 2.200 kr. á mann
Lágmarksgjald á helgi er þó 15.000 kr.