Skátafélagið Vífill

7 – 9 ára

Skátar á aldrinum 7-9 ára nefnast drekaskátar.

Skátarnir fást við margvísleg viðfangsefni á drekaskátaaldri. Þá einbeita skátarnir sér að mestu leyti að leikjum og skemmtilegum verkefnum sem styrkja ýmsa dýrmæta eiginleika svo sem traust, þolinmæði, samvinnu, samkennd og sjálfsbjargarviðleitni. Á þessum yngstu árum í skátastarfi öðlast skátarnir grunn í allskyns færni sem þau skerpa enn fremur á efri aldursbilum. Þrátt fyrir ungan aldur eru skyndihjálp, útieldun, rötun, náttúruvitund og útivera í ýmsum aðstæðum á meðal þess sem drekaskátar fá að reyna.

Drekaskátasveitin hittist vikulega og fara fundirnir fram á þriðjudögum frá kl. 17:00 til 18:30. Einnig fara drekaskátar reglulega í dagsferðir og styttri leiðangra.
Dagskráin er fjölbreytt yfir árið en tekur iðulega mið af áhuga og getu hópsins ásamt árstíð hverju sinni. Á þessum vikulegu fundum kynnast skátarnir sífellt betur og öðlast smám saman færni til að takast á við stærri áskoranir.

Einkenni Drekaskáta

Klútur

Drekaskátar ganga með gulan klút. Aftan á klútinn eru sett merki drekaskáta. Drekaskátar fá að jafnaði eitt merki við upphaf hvers starfsárs og ganga einungis með eitt merki á klútnum sínum. 

Gull-, silfur- og bronsmerki

Við upphaf starfs í drekaskátasveit fær skátinn merki með bronsrönd, þá silfurrönd og að lokum gullrönd.

Skráning í drekaskátana

Skátafundir drekaskáta eru á þriðjudögum kl. 17:00-18:30

Skráning fer fram hér