Skátafélagið Vífill

Sumarnámskeið

Hvort sem þú ert upprennandi hallarsmiður eða ungur útilífsunnandi, þá er í það minnsta óhætt að fullyrða að sumarið í Garðabæ sé ein stór barnahátíð! Skátafélagið Vífill er öflugt skátafélag sem heldur úti skemmtilegu skátastarfi yfir sumartíma jafnt sem vetrartíma. Í júní, júlí og ágúst verða Ævintýra- og Smíðanámskeið.

Ævintýranámskeið (7-12 ára)

Farið er í ýmsar ferðir í nágrenni skátaheimilisins.
Meðal annars í hellaferðir, veiðiferðir, fjöruferðir, fjallgöngur, hjólaferðir og margt fleira. Börnin kynnast náttúrunni og læra að vera viðbúin þeim áhættuþáttum sem finnast í nútímaþjóðfélagi ásamt því að fara í þroskandi og uppbyggilega leiki.

Smíðavöllur (7-12 ára)

Á námskeiðinu fá börn að byggja leikkofa eða garðhús auk þess sem námskeiðið er brotið upp með leikjum o.fl. Við lok námskeiðsins geta börnin tekið kofana með heim ef þau vilja. Smíðavellirnir hafa vera sérstaklega vinsælir undanfarin ár og aðsóknin oft verið meiri en hámarksfjöldi býður upp á. Til að tryggja pláss á námskeiði er því best að skrá smiði framtíðarinnar sem fyrst.

Upplýsingar - 2024

 Starfssvæði sumarnámskeiða Vífils er í og við Jötunheima, Bæjarbraut 7  í Garðabæ.

Námskeiðin eru frá kl. 09:15-16:00.

• Nauðsynlegt er að þátttakendur mæti klæddir eftir veðri og með nesti fyrir daginn þar sem dagskráin er öll utandyraGott er að eiga þurra sokka og aukabuxur í töskunni.

• Nauðsynlegt er að þáttakendur hafi hjól til umráða og hafi ágæt tök á því að hjóla þar sem hjólaferðir eru á dagskrá.

• Þátttökugjöld kr. 17.000 fyrir vikunámskeið og skal greiða við skráningu.
Innifalið í verði er öll dagskrá og ferðakostnaður. Efniskostnaður smíðavallar er innifalinn í þátttökugjaldi. 

Athugið að Ævintýranámskeið 2 og 6 ásamt smíðanámskeiði 2 eru 4ra daga námskeið og því er þátttökugjald kr. 15.000 á þau námskeið.

Skráning fer fram HÉR og opnar hún föstudaginn 15. mars 2024.

• Ef óskað er eftir frekari upplýsingum er hægt að senda okkur erindi á sumar@vifill.is eða hafa samband í síma 899-0089.

Námskeiðsvikur:

  • Ævintýranámskeið 1 – 10.-14. júní
  • Ævintýranámskeið 2 – 18.-21. júní**
  • Ævintýranámskeið 3 – 24.-28. júní 
  • Ævintýranámskeið 4 – 1.-5. júlí
  • Ævintýranámskeið 5 – 15.-19. júlí
  • Ævintýranámskeið 6 – 6.-9. ágúst **
 
  • Smíðanámskeið 1 – 10.-14. júní
  • Smíðanámskeið 2 – 18.-21. júní**
  • Smíðanámskeið 3 – 24.-28. júní
  • Smíðanámskeið 4 – 1.-5. júlí
  • Smíðanámskeið 5 – 8.-12. júlí

Öll námskeið eru með fyrirvara um næga þátttöku
** 4 daga námskeið

Hlökkum til að sjá ykkur í sumar!

Skátafélagið Vífill