Skátafélagið Vífill

 Salurinn

Hægt er að leigja vel útbúinn og fallegan sal í Skátaheimili Vífils, Jötunheimum, við Bæjarbraut 7 í Garðabæ. 
Salurinn hentar vel til hvers kyns funda- og veisluhalda. 

Hægt er að leigja vel útbúinn og fallegan sal í Skátaheimili Vífils, Jötunheimum. Salurinn hentar vel til hvers kyns funda- og veisluhalda. Hægt er að leigja salinn jafnt að degi til og á kvöldin en um helgar þarf samkvæmum að vera lokið á miðnætti. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast með því að senda tölvupóst á salur@vifill.is

Salurinn er fullbúinn með borðum og stólum fyrir allt að 100 manns. Honum fylgir vel útbúið móttökueldhús með stórri uppþvottavél og borðbúnaði fyrir 100 manns. Salurinn er útbúinn hljóðkerfi, skjávarpa og tölvu. Hann er staðsettur á annarri hæð og lyfta á milli hæða.

Starfsmaður frá Vífli þarf alltaf að fylgja salnum en greitt er sérstaklega fyrir hann.

Best er að hafa samband við umsjónarmann salarins með tölvupósti á salur@vifill.is eða í síma 661-9838.

Nánar á Salir.is.