Skátafélagið Vífill

10 – 12 ára

Skátar á aldrinum 10-12 ára nefnast fálkaskátar.

Ýmislegt nýtt býðst skátum þegar þeir komast á fálkaskátaaldur. Fálkaskátar byrja að taka þátt í ýmsum félagsviðburðum, þau fara í eigin helgarferðir með jafnöldrum í sínu félagi ásamt því að geta í fyrsta sinn tekið þátt í ýmsum landslægum viðburðum eins og fálkaskátadeginum og Landsmóti skáta. 

Á þessum aldri fá skátarnir meiru ráðið um eigin dagskrá og geta mótað dagskráráherslur eftir því hvar þeirra eiginn áhugi liggur en áhersla er lögð á útivist, ferðamennsku, lýðræði, sköpun, samvinnu og samfélag. Fálkaskátar öðlast víðtæka kunnáttu og mæta ögrandi áskorunum sem styrkja samtímis útsjónarsemi þeirra, kjark og sjálfsöruggi.

Fálkaskátasveitin hittist vikulega og fara fundirnir fram á miðvikudögum frá kl. 17:30 til 19:00. Fálkaskátar byrja að starfa í svokölluðum skátaflokkum þar sem 5-8 skátar vinna saman yfir starfsárið og öðlast um leið mikla reynslu í samvinnu og samskiptum. Á þessum aldri er meiri áhersla lögð á að sinna áhugasviði hvers skáta og skátaflokkurinn mótar eigin dagskrá með stuðningi eldri sjálfboðaliða. 


Skátarnir hafa aðgengi að allskyns tilbúinni dagskrá til að velja úr eða aðlaga eftir eigin höfði en fá einnig tækifæri til að hrinda eigin hugmyndum í framkvæmd. Fálkaskátasveitin starfar líka oft sem heild eins og þegar stærri dagskrárliðir eru á dagskrá og í undirbúningi ferða. Skátaforingjar fálkaskáta hafa líka áhrif á dagskrána til að skátarnir séu rétt undirbúnir fyrir þær áskoranir sem þau mæta á starfsárinu. Foringjarnir sjá einnig til þess að skátarnir öðlist vissa kunnáttu á fálkaskátaaldri og styðja fálkaskátana til að víkka enn frekar sjóndeildarhringinn.

Einkenni fálkaskáta

Klútur

Fálkaskátar ganga með vínrauðan klút. Aftan á klútinn eru sett merki fálkaskáta. Fálkaskátar fá að jafnaði eitt merki við upphaf hvers starfsárs og ganga einungis með eitt merki á klútnum sínum. 

Gull-, silfur- og bronsmerki

Við upphaf starfs í fálkaskátasveit fær skátinn merki með bronsrönd, þá silfurrönd og að lokum gullrönd.

Skráning í fálkaskátana

Skátafundir fálkaskáta eru á miðvikudögum kl. 17:30 

Skráning fer fram hér