Skátafélagið Vífill

13 – 15 ára

Skátar á aldrinum 13-15 ára nefnast dróttskátar

Fjölmargir nýir möguleikar bjóðast skátum þegar þau komast á dróttskátaaldur. Þau geta tekið þátt í fjölda viðburða víðsvegar um landið sem þau gátu ekki sótt áður sökum aldurs ásamt því að fá sín fyrstu tækifæri til að ferðast á skátamót erlendis. Dróttskátar eru í virkara samráði við sína foringja um eigið starf og hljóta þannig aukið frelsi til að hrinda eigin hugmyndum í framkvæmd. Samhliða því vex ábyrgð þeirra á eigin starfi og á starfinu í skátafélaginu. 

Margir skátar taka sín fyrstu skref í foringjastörfum á þessum aldri og stendur því til boða að taka þátt í ýmsum námskeiðum tengd foringjastörfum. Í dróttskátastarfinu fá ungmenni tækifæri til að ferðast og spreyta sig á krefjandi verkefnum í hópi jafnaldra sem að standa þétt saman í starfinu. Þau kynnast ekki bara öðrum og ýmislegu um samskipti og samstarf. Þau kynnast líka sjálfum sér, eigin verðugleikum og getu í fjölbreyttu og skemmtilegu starfi.

Dróttskátasveitin hittist vikulega og fara fundirnir fram á þriðjudögum frá klukkan 20:00 til 22:00. Dróttskátar starfa í svokölluðum skátaflokkum, líkt og fálkaskátar, þar sem 5 – 8 skátar vinna saman innan skátasveitarinnar yfir starfsárið. Samvinna innan dróttskátaflokksins er formfastari heldur en á yngri aldursbilum og skátarnir verða færari um að skipta með sér hlutverkum eftir styrkleikum hópsins. 

Dróttskátar sníða oft dagskrá algjörlega út frá eigin hugmyndum en hafa einnig aðgengi að tilbúinni dagskrá sem skátaflokkurinn mótar síðan áfram eftir sínu höfði. Dróttskátasveitin starfar líka oft sem heild eins og þegar stærri dagskrárliðir eru á dagskrá og í undirbúningi ferða. Skátaforingjar dróttskáta tryggja þeim æskileg tól og fræðslu til að mæta áskorunum aldurbilsins og hvetja þau til að finna í sífellu nýjar leiðir til að ögra sjálfum sér í skátastarfi.

Einkenni dróttskáta

Klútur

Einkenni dróttskátanna er grænn klútur og dróttskátahnúturinn, sem er leðurþríhyrna með ægishjálmi í miðjunni. Aftan á klútinn eru sett merki dróttskáta. Dróttskátar fá að jafnaði eitt merki við upphaf hvers starfsárs og ganga einungis með eitt merki á klútnum sínum.

Gull-, silfur- og bronsmerki

 Við upphaf starfs í dróttskátasveit fær skátinn merki með bronsrönd, þá silfurrönd og að lokum gullrönd.

Skráning í dróttskátana

Skátafundir dróttskáta eru á þriðjudögum kl. 20:00 – 22:00

Skráning fer fram hér