Rekkaskátum býðst fjöldi nýrra tækifæra í eigin starfi og þeir byrja að spreyta sig á hinum ýmsu ábyrgðarhlutverkum innan skátahreyfingarinnar. Rekkaskátar starfa gjarnan saman þvert á skátafélög og byrja þar að auki í auknum mæli að starfa með róverskátum (19 – 25 ára). Rekkaskátum býðst að taka þátt í ýmsum spennandi viðburðum bæði innanlands og utan og byrja rekkaskátar því gjarnan að mynda tengsl við aðra skáta þvert yfir hnöttinn.
Á rekkaskátaaldri byrja flestir að sinna foringjastörfum eða öðrum hlutverkum innan skátafélaganna og því er boðið upp á fjölda námskeiða í leiðtogaþjálfun. Það er gífurlega reynslu að sækja í rekkaskátastarfið, reynslu sem mun nýtast við leik og launuð störf um ókomna tíð. Í rekkaskátastarfinu eru möguleikarnir jafn margir og þeir eru ólíkir og reynslan sem hver skáti öðlast því bundin áhugasviði, áherslum og iðkun hvers og eins Í rekkaskátastarfinu eru tækifærin endalaus, félagsskapurinn er frábær og starfið er ekki bara styrkjandi og skemmtilegt heldur kemur það líka sífellt á óvart.
Forsetamerkið
Verkefnaflokkar
Ferðalög og alþjóðastarf
Útilífsáskoranir
Samfélagsþátttaka
Lífið og tilveran
Skylduverkefni
Skráning í rekkaskátana
Skátafundir rekkaskáta eru á miðvikudgöum kl. 20:00 – 22:00
Skráning fer fram hér