Skátaþing fer fram dagana 6. – 7. apríl 2018 í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Á skátaþingi sitja fulltrúar allra skátafélaga á landinu auk annarra gesta. Stjórn bandalags íslenskra skáta flytur skýrslu sína og starfsáætlun. Kosið er í embætti og rætt um ýmis mál er varða skátastarf í landinu. Vífill á þrjá fulltrúa í stjórn BÍS og ráðum. Jón Egill Hafsteinsson er verðandi formaður Upplýsingaráðs, Huldar Hlynsson tekur sæti í Ungmennaráði og Ólafur Patrick Ólafsson situr í Upplýsingaráði. Þeim er óskað velfarnaðar í starfi og óskað til hamingju.