Sumardeginum fyrsta verður fagnað fimmtudaginn 19. apríl n.k. Hátíðarhöldin verða í umsjá skátafélagsins Vífils eins og venja er. Dagskráin verður með hefðbundu sniði og hefst með skátamessu í Vídalínskirkju kl. 13.00. Skrúðgangan hefst kl. 14.00 og verður gengið að Hofsstaðaskóla. Þar mun Blásarasveit tónlistarskólans leika nokkur lög. Rappararnir Jói P og Króli skemmta gestum sem geta að því loknu skemmt sér í hoppuköstulum og leiktækjum. Sjoppa verður á staðnum og selt Candy flos. Kaffihlaðborð skátafélagsins verður á sínum stað, glæsilegt að vanda.