Öflugur hópur fálkaskáta fóru í Vígslútilegu í Skorradal helgina 26. – 28. september. Haustlitir voru stórkostlegir og þó að helgin hefði byrjað með gulri viðvörun þá rættist heldur betur úr veðrinu og hægt var að njóta útiverunnar á þessum fallega stað sem að Skátarnir á Akranesi bjóða upp á.
Á föstudeginum var drifið sig upp í rútu og Dalli rútubílstjóri fór með hópinn alla leið í myrkrinu, rigningu og yfir holóttan veg. Allir byrjuðu á því að finna sér koju og svo var boðið upp á Mexíkóska kjúklingasúpu áður en næturleikur hófst. Kyrrð hófst svo á slaginu 11:00.
8:00 var ræs og eftir morgunmat og morgunleikfimi var drifið sig út að leita að eyðibýlinu Haga. Það var í 2,5km fjarlægð svo allir náðu að vinna sér inn 5km stikumerki sem er hluti af Stiku og hæðamerkjakerfinu sem við munum vinna meira að í vetur. https://skatarnir.is/haeda-og-stikumerki/
Við hverja máltíð sem borin var fram voru tveir sjálfboðaliða í eldhúsflokk svo fálkaskátarnir tóku þátt í að undirbúa og ganga frá matnum.
Laugardagurinn fólst svo í því að tálga, búa til skýli og nýta umhverfið í kringum Skátafell. Fánaleikurinn vinsæli fór svo fram eftir kökukaffið.
Vígslan fór svo fram eftir kvöldmat í myrkrinu þar sem hópurinn þræddi sig í gegnum skóginn og svo niður að Skorradalsvatni þar sem athöfn fór fram og úthlutaðir voru klútar og merki.
Á sunnudeginum gekk frágangur vel og hægt var að leggja tímanlega af stað aftur heim. Við þökkum sjálfboðaliðum kærlega fyrir alla aðstoðin og foringjum fyrir sitt frábæra framlag í skipulag og framtakasemi við skálaferðina.
Endilega fylgið okkur á Facebook eða Instagram til að sjá hvað fer fram í rauntíma þar sem við deilum oft í Story =D
