Skátafélagið Vífill

Aðalfundur Vífils

Aðalfundur Vífils var haldinn fimmtudaginn 21. febrúar sl. Fundurinn var vel sóttur og mætti m.a. varaskátahöfðingi fyrir hönd BÍS og formaður Íþrótta- og tómstundaráðs Garðabæjar. Dagskrá fundarins var með hefðbundnum hætti, fluttar skýrslur, ársreikingar og starfsáætlun næsta starfsárs yfirfarin. Árskýrsluna má lesa hér. Breytingar urðu á forystu félagsins. Thelma Rún van Erven tók við sem félagsforingi. Nýliðar í stjórn eru Guðbjörg Lilja Sveinsdóttir og Ólafur Patrick Ólafsson. Stjórnin er skipuð eftirfarandi: Thelma Rún van Erven félagsforingi, Gísli Örn Bragason aðstoðarfélagsforingi, Guðbjörg Þórðardóttir gjaldkeri, Dögg Gísladóttir, Guðbjörg Lilja Sveinsdóttir, Ólafur Patrick Ólafsson og Unnur Flygenring.