Skátafélagið Vífill

Dagsferðir dreka- og fálkaskáta


Dreka- og fálkaskátasveitir Vífils fóru báðar í dagsferð síðastliðna helgi. Drekaskátarnir fóru í göngu í Heiðmörk og Fálkaskátarnir fóru í fjöru- og kanó ferð á Álftanes.
Drekaskátarnir hittust í Heiðmörk og gengu að gömlu Vífilsbúð. Þar fóru þau í skátaleiki, grilluðu pyslur í hádeginu, gengu um svæðið og fengu sér kakó í varðeldalautinni hjá Vífilsbúð áður en þau gengu til baka.
Fálkaskátarnir eru að vinna með heimsmarkmiðin og völdu að vinna að „Líf í vatni“. Þau hreinsuðu rusl úr fjörunni, fóru í leiki, grilluðu pyslur og fóru út á kanó.
Fjörugar ferðir hjá skátunum!