Skátafélagið Vífill

Félagsútilegan 2015

Helgina 23. – 25. október verður farið í skálaferð í Vindáshlíð. Þema útilegunnar er Sjóræningjar. Fjölbreytt dagskrá verður í boði, bæði úti og inni. Skátar greiða einungis hluta kostnaðar, 6000 kr. og er fullt fæði innifalið í því. Lagt verður af stað frá Jötunheimum kl. 19.00 á föstudeginum og þurfa allir að vera búnir að borða kvöldmat áður.

Drekaskátum er boðið að koma í heimsókn á laugardeginum og fer sérstök rúta fyrir þá.

Nánari upplýsingar verða sendar út í bréfi til forráðamanna.