Skátafélagið Vífill

Hafdís Bára Kristmundsdóttir

Takk fyrir sumarið

Skátafélagið Vífill þakkar þeim fjölmörgu sem sóttu sumarnámskeið félagsins. Námskeiðin tókust afar vel og veðrið lék við okkur. Námskeiðin í ár voru öll mjög vel sótt og uppselt á mörg. Því miður voru þau nokkuð færri en undanfarin ár þar sem félagið fékk færri starfsmenn úr bæjarvinnunni en áður. Skátarnir tóku þátt í ýmsum viðburðum …

Takk fyrir sumarið Read More »

Skátaþing 2016

Skátaþing 2016 er haldið í Mosfellsbæ 11. til 12. mars. Fulltrúar Vífils á þinginu eru 13 og fer félagið með fjögur atkvæði þegar kosningar fara fram. Á þinginu býður skátahöfðingi sig fram til endurkjörs, nýr gjaldkeri verður kjörinn ásamt formönnum ráða. Ennfremur verður kosið í ráð og nefndir, lagðar fram lagabreytingatillögur og margt fleira. Ný …

Skátaþing 2016 Read More »

Íþrótta- og tómstundaráð í heimsókn

Íþrótta- og tómstundaráð Garðabæjar sótti skátafélagið Vífil heim 10. mars sl. Tilgangur heimsóknarinnar var að ráðið fengi að kynnast skátastarfi og starfsemi skátafélagsins. Björn Hilmarsson kynnti skátastarfið undir yfirskriftinni: „Hvað gera skátar þegar ekki er skrúðganga“. Farið var yfir innra starfið í Vífli, samsetningu hópsins og skipulag starfsins. Ennfremur helstu verkefni félagsins og áskoranir í starfi og rekstri. …

Íþrótta- og tómstundaráð í heimsókn Read More »

Aðalfundur skátafélagsins Vífils 24.2. 2016

Aðalfundur félagsins verður haldinn miðvikudaginn 24. febrúar kl. 20.00 í Jötunheimum. Dagskrá: Fundur settur Kosning fundarstjóra og fundarritara Lögmæti fundarins og kjörgengi fundarmanna kannað Skýrsla stjórnar Skýrslur nefnda Reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar Kosning tveggja stjórnarmanna. Kosning skoðunarmanns reikninga Starfsáætlun ársins 2016 lögð fram Fjárhagsáætlun ársins 2016 lögð fram Önnur mál Til fundarins eru …

Aðalfundur skátafélagsins Vífils 24.2. 2016 Read More »

Heiðursfélagi Vífils heiðraður

Ágúst Þorsteinsson skáti, stofnfélagi og heiðursfélagi Vífils, fyrrverandi skátahöfðingi var heiðraður af Íþrótta- og tómstundaráði Garðabæjar 10. janúar sl. Ágústi er þakkað fyrir vel unnin störf að tómstundastarfi ungmenna í Garðabæ um langt árabil. Skátar í Vífli færi Ágústi innilegar hamingjuóskir í tilefni viðurkenningarinnar og eru afar stoltir af því hafa hann í baklandinu.

Fyrstu skátafundir ársins 2016

Skátastarfið hefst að loknu jólaleyfi í vikunni 11. – 15. janúar. Tímasetningar eru þær sömu og fyrir áramót. Fullmannað er í Fálkaskáta á miðvikudögum en nýir félagar eru velkomnir á fimmtudögum kl. 17.00-19.00. Vinnufundur foringja er laugardaginn 9. janúar og þá verður starfið framundan skipulagt. Foringjar og stjórnin fá ennfremur kynningu á verkefninu Velferð barna …

Fyrstu skátafundir ársins 2016 Read More »

Forsetamerkishafar 2015

10 vaskir skátar úr Vífli tóku við forsetamerkinu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum sunnudaginn 11. október sl. Alls tóku 22 skátar við merkinu að þessu sinni og var hópurinn frá Vífli fjölmennastur. Sveitarforinginn Atli Bachmann heldur utan um rekkaskátastarfið og hefur haldið vel utan um skátana og hvatt þá áfram með ráðum og dáð. Forsetamerkishafarnir …

Forsetamerkishafar 2015 Read More »