Skátafélagið Vífill

Fjörug vika að baki hjá Útilífsskóla Vífils

Vika númer sex var að ljúka hjá okkur í Útilífsskóla Vífils og hún bauð uppá mörg og skemmtileg ævintýri.
Ævintýranámskeiðið hóf vikuna á ratleik um Garðabæ, fór svo á Ylströndina í Sjálandinu, fóru í sund í Kópavogslaug og enduðu svo vikuna á því að dorga í Hafnarfjarðarhöfn.
Smíðanámskeiðið unnu hörðum höndum að því að reisa flotta kofa fyrir utan Jötunheima og hjóluðu svo í sund í Kópavogi.
Við þökkum öllum kærlega fyrir vikuna!