Skátafélagið Vífill

Hreinsunarvika Vífils

Á skátafundum vikuna 4. – 7. maí taka skátar til hendinni og hreinsa nánasta umhverfi við skátaheimilið og taka á þann hátt þátt í hreinsunarátaki Garðabæjar. Foreldrar eru velkomnir með á fundina og frábært að fá þá til aðstoðar við hreinsun og pylsugrill sem verður boðið upp á í fundarlok.