Skátafélagið Vífill

Íþrótta- og tómstundaráð í heimsókn

Íþrótta- og tómstundaráð Garðabæjar sótti skátafélagið Vífil heim 10. mars sl. Tilgangur heimsóknarinnar var að ráðið fengi að kynnast skátastarfi og starfsemi skátafélagsins. Björn Hilmarsson kynnti skátastarfið undir yfirskriftinni: „Hvað gera skátar þegar ekki er skrúðganga“. Farið var yfir innra starfið í Vífli, samsetningu hópsins og skipulag starfsins. Ennfremur helstu verkefni félagsins og áskoranir í starfi og rekstri.

Skátafélagið Vífill þakkar íþrótta- og tómstundaráði fyrir komuna og einlægan áhuga á starfinu.