Skátafélagið Vífill

Kynning á landsmóti haldin í Jötunheimum

Heil og sæl

Nú er komið að enn einu Landsmótinu og að sjálfsögðu láta Víflar sig ekki vanta.

Landsmót skáta 2016 verður haldið við Úlfljótsvatn dagana 17. –  24. júlí. Landsmót Skáta er eitt stærsta skátamót sem haldið er á Íslandi og verður haldið í 29. skiptið. Þema mótsins að þessu sinni er Leiðangurinn mikli.

Mótið er fyrir alla skáta á aldrinum 10-22 ára. Einnig verða fjölskyldubúðir þar sem allir eru velkomnir.

Þátttökugjald Landsmóts skáta 2016 er 54.000 krónur. Innifalið í mótsgjaldinu er fullt fæði allan tímann, dagskrá, ofið mótsmerki, mótsbók, einkenni mótsins, mótsblað og allur undirbúningur og aðbúnaður á mótsstað. Boðið verður uppá að skipta greiðslum mánaðarlega með greiðsluseðli eða á greiðslukort. Greiðslum þarf að vera lokið fyrir 1. júní. 

Næstkomandi miðvikudag, þann 27. janúar, ætlar mótsstjórn að mæta til okkar í Jötunheima klukkan 20:00 og hafa kynningu á mótinu. Við hvetjum alla til að mæta sem hafa áhuga á að kynna sér mótið nánar. Heitt verður á könnunni og við vonumst til að sjá sem flesta.

Fyrir utan upplýsingar á fundinum má finna allar helstu upplýsingar varðandi mótið á heimasíðu þess; www.skatamot.is