Skátafélagið Vífill

Nýkjörin stjórn Vífils

Á aðalfundi félagsins sem haldinn var fimmtudaginn 16. febrúar sl. var kjörin ný stjórn. Hafdís Bára Kristmundsdóttir var endurkjörin félagsforingi, Gísli Örn Bragason aðstoðarfélagsforingi og Guðbjörg Þórðardóttir gjaldkeri. Aðrir í stjórn eru: Dögg Gísladóttir sem vantar á myndina, Hildur Hafsteinsdóttir, Hrafnhildur Sigurðardóttir, Thelma Rún van Erven og Unnur Flygenring.