Skátafélagið Vífill

Skátaárið fer af stað

Önnur fundarvika skátaársins hófst í dag á fundi dróttskáta. Fyrsta vikan gekk auðvitað vel fyrir sig og var gaman að sjá blöndu af nýjum og kunnuglegum andlitum.

Nýja félagatalið ætti að vera farið að virka eðlilega eftir einhverja byrjunarörðugleika. Því ætti hin formlega skráning í félagið að virka núna og má finna hlekk á hana hægra meginn á síðunni eða fara beint á http://skatar.felog.is. Einhverjir höfðu víst verið of duglegir í sínum málum og skráð sig á gamla félagatalið okkar áður en starfið hófst. Við biðjum þá vinsamlegast um að skrá sig aftur í  nýja kerfið. Skráning í starf þessarar annar lokar svo 14. október.

Líkt og venjulega tökum við glöð á móti nýjum skátum á öllum aldri. Sveitir eru til fyrir alla aldurshópa og er hverjum sem er velkomið að mæta á tvo fundi endurgjaldslaust án skráningar! Endilega hafið samband við okkur ef einhverjar spurningar vakna.