Skátafélagið Vífill

Upphaf fimmtugasta starfsárs Vífils og félagsútilega á Úlfljótsvatn

Skátafélagið Vífill óskar öllum gleðilegs nýs árs og þakkar kærlega fyrir það og þau liðnu. Árið 2017 er fimmtugasta starfsár skátafélagsins og verður því sérstaklega viðburðaríkt til að fagna því. Á meðan afmælisdagurinn sjálfur lendir á sumardeginum fyrsta, 20. apríl, verður áfanganum samt fagnað allt árið um kring. Á árinu verða til að mynda tvær félagsútilegur og nálgast sú fyrsta hratt.

Helgina 3.-5. febrúar munum við leggja undir okkur útilífsmiðstöð skáta á Úlfljótsvatni og hafa gaman saman. Þema útilegunnar verður að sjálfsögðu Afmæli og má túlka það að vild, enda margt hægt að tengja við það. Við hvetjum því alla til að taka frá helgina og bíða frekari upplýsinga. Skráning í útileguna mun svo fara á skráningarkerfinu Nóri á næstu dögum og munum við senda póst á bæði foreldra, skáta sem og bakland félagsins þegar húnfer í gang.