Skátafélagið Vífill

Takk fyrir sumarið!

Skátafélagið Vífill þakkar öllum duglegu og skemmtilegu krökkunum sem sóttu sumarnámskeiðin í sumar fyrir góð kynni og gefandi samveru.

Námskeiðin voru einstaklega vel sótt og er það von okkar að sjá sem flesta í starfi í félaginu í vetur eða aftur á námskeiði næsta sumar. Starfsmönnum námskeiðanna er þakkað framúrskarandi starf en þeir koma úr vinnuskólanum og sumarátaki bæjarins.

Talsvert magn er enn af óskilamunum sem sakna eigenda sinna. Opið verður í skátaheimilinu þriðjudaginn 26. ágúst á milli 17.00 og 19.00. Hvetjum foreldra til þess að líta inn og aðstoða okkur við að koma öllu til skila.