­

About Guðmundur Pálsson

This author has not yet filled in any details.
So far Guðmundur Pálsson has created 4 blog entries.

Upphaf skátastarfsins haustið 2014

Fyrstu skátafundir verða í vikunni 15. – 19. september. Gert er ráð fyrir því að aldurshópar fundi á sama tíma og síðasta vetur. Fundartíma er að finna hér til hægri á síðunni. Það fer eftir fjölda fálkaskátanna hvort þeir verða í einum eða tveimur hópum þ.e. hvort boðið verði upp á fundi tvo daga í viku eða einn. Þá velja skátarnir annan daginn. Upplýsingar um sveitir og aldurshópa er að finna hér á síðunni undir flipanum “skátastarf”. Skráningarhnappur er hér til hægri á síðunni. Félagsgjöld eru 15.000 pr. önn eða 30.000 fyrir allt árið. Gjaldið er innheimt í október og febrúar og hægt er að greiða allt árið að hausti. Veittur er systkinaafsláttur og hvatapeningar nýtast vel.

Skátaskálinn Vífilsbúð

Skátaskálinn Vífilsbúð býður upp á frábær tækifæri til útivistar. Skálinn er staðsettur í Heiðmörk og umhverfi hans býður upp á nánast ótæmandi dagskrármöguleika. Má nefna hellaskoun, trágreiningu, veiði í Vífilstaðavatni, göngu eftir Búrfellsgjá á Búrfell, Valaból og Helgafell. :: Lesa meira

Glæsilegur salur til leigu

Hægt er að leigja vel útbúinn og fallegan sal í Skátaheimili Vífils, Jötunheimum. Salurinn hentar vel til hvers kyns funda- og veisluhalda. Hægt er að leigja salinn jafnt að degi til og á kvöldin en um helgar verður veislum að vera lokið á miðnætti! Nánari upplýsingar er hægt að nálgast með því að senda tölvupóst á salur(hjá)vifill.is. :: Lesa meira

Takk fyrir sumarið!

Skátafélagið Vífill þakkar öllum duglegu og skemmtilegu krökkunum sem sóttu sumarnámskeiðin í sumar fyrir góð kynni og gefandi samveru. Námskeiðin voru einstaklega vel sótt og er það von okkar að sjá sem flesta í starfi í félaginu í vetur eða aftur á námskeiði næsta sumar. Starfsmönnum námskeiðanna er þakkað framúrskarandi starf en þeir koma úr vinnuskólanum og sumarátaki bæjarins. Talsvert magn er enn af óskilamunum sem sakna eigenda sinna. Opið verður í skátaheimilinu þriðjudaginn 26. ágúst á milli 17.00 og 19.00. Hvetjum foreldra til þess að líta inn og aðstoða okkur við að koma öllu til skila.