Fálkaskátar fóru í sveitarútilegu um helgina í Vífilsbúð. Skátarnir settu saman dagskrá fyrir útileguna og ákváðu matinn og elduðu hann sjálf. Þau kynntu sér færnimerkin, spiluðu, byggðu snjóhús og margt fleira. Nokkrir fálkaskátar gistu svo í tjaldi eina nótt!