­

About Skátafélagið Vífill

This author has not yet filled in any details.
So far Skátafélagið Vífill has created 48 blog entries.

Foreldrafundur Vífils fyrir Landsmót skáta á Akureyri 2020

Skátafélagið Vífill ætlar að fjölmenna á Landsmót skáta á Akureyri vikuna 8-14. Júlí 2020. Það verður haldin foreldrafundur í skátaheimilinu Jötunheimum, Bæjarbraut 7, miðvikudaginn 27. nóvember kl 20:00.Við munum koma til með að kynna landsmótið, sýna myndir frá mótum, kostnaður og aðrar tilkynningar munu koma fram. Starfsmaður mótsins mun koma með kynningu á mótinu.Drekaskátar fara ekki með sem þátttakendur, en við hvetjum drekaskátafjölskyldur til að fara í fjölskyldubúðinar og taka þátt í dagskrá með foreldrum.Landsmót er einn stærsti viðburður í starfi skátahreyfingarinnar.Við vonumst til að sjá sem flesta skáta og foreldra. Með kveðju, fararstjórar.

Félagsútilega Vífils

Víflar fóru í félagsútilegu um liðna helgi þar sem ýmislegt var brallað. Skátarnir fóru í kvöldleik á föstudagskvöldinu, póstaleik, hike og næturleik á laugardag og svo voru haldnir Hálandaleikar Vífils á sunnudeginum. Einnig voru nýjir skátar vígðir inní sveitarnar. Stanslaust stuð alla helgina!

Dagsferð fálkaskáta

Fálkaskátar fóru í dagsferð um liðna helgi og buðu með sér foreldrum og systkinum. Þau fóru á kanóa á Hvaleyrarvatni í blíðskaparveðri og grilluðu svo pylsur. Fálkaskátar og gestir þeirra skemmtu sér konunglega.

Dagsferð drekaskáta

Drekaskátar fóru í dagsferð í Heiðmörk um liðna helgi og buðu með sér foreldrum og systkinum.Það var mikið fjör, drekaskátarnir og gestir könnuðu umhverfið sitt þar sem margt er að sjá í Heiðmörk og grilluðu svo sykurpúða yfir opnum eldi.

Flokkafundur fálkaskáta

Fálkaskátar voru með flokkafund í dag þar sem allir flokkarnir voru að vinna í mismunandi verkefnum og var mikið stuð hjá þeim. Flokkurinn Einhyrningar elduðu í hollendingi, flokkur Cyclops bjuggu til handrit að stuttmynd, flokkurinn Griffon kveiktu eld með mismunandi aðferðum og flokkurinn Pegasus bjuggu til tvo nýja leiki.

Tilraunafundur drekaskáta

Drekaskátar voru með tilraunafund í dag, þau bjuggu til töframjólk, lava lampa, sítrónu eldfjall og létu tepoka fljúga. Svo fóru þau út í leiki í góða veðrinu.Þetta var mjög fjörugur og skemmtilegur fundur hjá þeim!

Berjatínsla drekaskáta

Á fundinum sínum í gær fóru drekaskátar í gönguferð útí hraun. Þau týndu þar ber sem þau fundu og með þessum berjum útbjuggu þau sultu :)

Skráning farin af stað!

Búið er að opna skráningu fyrir veturinn 2019 - 2020 á https://skatar.felog.is Fundartímar eru eftirfarandi:Drekaskátar (7 - 9 ára) eru á þriðjudögum frá 17:00 - 18:30 - fyrsti fundur drekaskáta er 3. septemberFálkaskátar (10-12 ára) eru á miðvikudögum frá 17:00 - 19:00- fyrsti fundur fálkaskáta er 4. septemberDróttskátar (13-15 ára) eru á mánudögum frá 20:00-22:00- fyrsti fundur dróttskáta er 26. ágústRekkaskátar (16-18 ára) eru á fimmtudögum frá 20:00-22:00

Lokahóf sumarstarfs og upphaf vetrarstarfs

Lokahóf sumarstarfs og upphaf vetrarstarfs skátafélagsins Vífils verður þriðjudaginn 27. ágúst í skátaheimilinu Jötunheimum við Bæjarbraut frá kl 17.00 - 19.00 Núverandi skátar endurnýja skráningu sína og nýir félagar eru boðnir velkomnir. Þátttakendur á sumarnámskeiðum Vífils eru sérstaklega velkomnir á hátíðina ásamt foreldrum/forráðamönnum sínum og systkinum. Á lokahófinu gefst tækifæri til þess að kynnast félagsstarfinu, boðið verður upp á skemmtilega dagskrá. Hoppukastali, hægt verður að grilla sykurpúða og einnig verður poppvél á staðnum. Nálgast má óskilamuni frá sumarstarfinu í skátaheimilinu á þriðjudaginn og á fundartíma í september. Eftir það verða ósóttir óskilamunir gefnir í söfnunargám Rauða krossins. Hlökkum til að sjá ykkur!Með skátakveðju,stjórn og foringjar Vífils

Brjóstsykursgerð drekaskáta

Það var brjóstsykursgerð hjá drekaskátum í dag. Þau bjuggu til nokkrar tegundir af brjóstsykrum með mismunandi brögðum og mismunandi litum, mikið fjör hjá þeim!