10 vaskir skátar úr Vífli tóku við forsetamerkinu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum sunnudaginn 11. október sl. Alls tóku 22 skátar við merkinu að þessu sinni og var hópurinn frá Vífli fjölmennastur. Sveitarforinginn Atli Bachmann heldur utan um rekkaskátastarfið og hefur haldið vel utan um skátana og hvatt þá áfram með ráðum og dáð. Forsetamerkishafarnir eru:
- Eiríkur Egill Gíslason
- Erik Hafþór Pálsson Hillers
- Eva Lára Einarsdóttir
- Hilmar Már Gunnlaugsson
- Hjalti Rafn Sveinsson
- Kristín Helga Sigurðardóttir
- Kristófer Lúðvíksson
- Sigurður Pétur Markússon
- Snorri Magnús Elefsen
- Stefán Gunnarsson
Skátafélagið óskar þeim innilega til hamingju með áfangann.