­

About Hafdís Bára Kristmundsdóttir

This author has not yet filled in any details.
So far Hafdís Bára Kristmundsdóttir has created 22 blog entries.

Komdu í skátana!

Skráning í vetrarstarfið hefst fimmtudaginn 1. september. Fyrstu skátafundir verða í vikunni 12. - 16. september. Fundartímar eru þeir sömu og undanfarin ár. Árgjaldið í skátana er 30.000 og má greiða í tvennu lagi. Þeim sem hafa áhuga á að koma og prófa er velkomið að koma á tvo fundi áður en þeir ákveða sig. Skráningu lýkur 15. október. Foringjar eru margir þeir sömu og s.l. ár og nokkrir nýir koma líka inn. Hlökkum til að sjá þig.

Takk fyrir sumarið

Skátafélagið Vífill þakkar þeim fjölmörgu sem sóttu sumarnámskeið félagsins. Námskeiðin tókust afar vel og veðrið lék við okkur. Námskeiðin í ár voru öll mjög vel sótt og uppselt á mörg. Því miður voru þau nokkuð færri en undanfarin ár þar sem félagið fékk færri starfsmenn úr bæjarvinnunni en áður. Skátarnir tóku þátt í ýmsum viðburðum í sumar s.s. drekaskátamóti óg Viðeyjarmóti í júní. Velheppnað landsmót var haldið á Úlfljótsvatni í júlí og í ágúst fóru tveir skátar úr Vífli á Roverway í Frakklandi sem er mót fyrir skáta á aldrinum 16 - 22 ára. Vel heppnað sumarstarf er að baki og vetrarstarfið framundan.

Sumardagurinn fyrsti í Garðabæ

Vorboðar eru farnir að láta sjá sig svo um munar. Það þýðir að sumardagurinn fyrsti er á næsta leiti. Hann ber í ár upp á 21. apríl. Skátafélagið Vífill sér eins og undanfarna áratugi um hátíðarhöldin í Garðabæ. Framkvæmdin er eitt skemmtilegasta og stærsta verkefni félagsins. Allir skátar í félaginu taka þátt og foreldrar eru sérstaklega velkomnir ásamt dyggu Baklandi. Klukkutími eða tveir skipta miklu máli en mest gaman er að vera með mest allan tímann. Hópurinn er samheldinn og skemmtilegur og það er ávallt glatt á hjalla. Í verklok á fimmtudeginum sameinast allir í Binnaborgara og fara saddir og glaðir heim. Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í verkefninu eruð beðnir um að gefa sig fram við starfsmann eða senda erindi á vifill@vifill.is.

Skátaþing 2016

Skátaþing 2016 er haldið í Mosfellsbæ 11. til 12. mars. Fulltrúar Vífils á þinginu eru 13 og fer félagið með fjögur atkvæði þegar kosningar fara fram. Á þinginu býður skátahöfðingi sig fram til endurkjörs, nýr gjaldkeri verður kjörinn ásamt formönnum ráða. Ennfremur verður kosið í ráð og nefndir, lagðar fram lagabreytingatillögur og margt fleira. Ný reglugerð um skátabúninginn verður lögð fram og er löngu orðið tímabært endurskoða hana og færa til nútímans.

Íþrótta- og tómstundaráð í heimsókn

Íþrótta- og tómstundaráð Garðabæjar sótti skátafélagið Vífil heim 10. mars sl. Tilgangur heimsóknarinnar var að ráðið fengi að kynnast skátastarfi og starfsemi skátafélagsins. Björn Hilmarsson kynnti skátastarfið undir yfirskriftinni: "Hvað gera skátar þegar ekki er skrúðganga". Farið var yfir innra starfið í Vífli, samsetningu hópsins og skipulag starfsins. Ennfremur helstu verkefni félagsins og áskoranir í starfi og rekstri. Skátafélagið Vífill þakkar íþrótta- og tómstundaráði fyrir komuna og einlægan áhuga á starfinu.

Aðalfundur skátafélagsins Vífils 24.2. 2016

Aðalfundur félagsins verður haldinn miðvikudaginn 24. febrúar kl. 20.00 í Jötunheimum. Dagskrá: Fundur settur Kosning fundarstjóra og fundarritara Lögmæti fundarins og kjörgengi fundarmanna kannað Skýrsla stjórnar Skýrslur nefnda Reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar Kosning tveggja stjórnarmanna. Kosning skoðunarmanns reikninga Starfsáætlun ársins 2016 lögð fram Fjárhagsáætlun ársins 2016 lögð fram Önnur mál Til fundarins eru boðaðir allir skátar í félaginu 16 ára og eldri. Stjórn BÍS og Íþrótta- og tómstundaráði  Garðabæjar er boðið að  senda áheyrnarfulltrúa á fundinn.

Heiðursfélagi Vífils heiðraður

Ágúst Þorsteinsson skáti, stofnfélagi og heiðursfélagi Vífils, fyrrverandi skátahöfðingi var heiðraður af Íþrótta- og tómstundaráði Garðabæjar 10. janúar sl. Ágústi er þakkað fyrir vel unnin störf að tómstundastarfi ungmenna í Garðabæ um langt árabil. Skátar í Vífli færi Ágústi innilegar hamingjuóskir í tilefni viðurkenningarinnar og eru afar stoltir af því hafa hann í baklandinu.

Fyrstu skátafundir ársins 2016

Skátastarfið hefst að loknu jólaleyfi í vikunni 11. - 15. janúar. Tímasetningar eru þær sömu og fyrir áramót. Fullmannað er í Fálkaskáta á miðvikudögum en nýir félagar eru velkomnir á fimmtudögum kl. 17.00-19.00. Vinnufundur foringja er laugardaginn 9. janúar og þá verður starfið framundan skipulagt. Foringjar og stjórnin fá ennfremur kynningu á verkefninu Velferð barna í Garðabæ.

Forsetamerkishafar 2015

10 vaskir skátar úr Vífli tóku við forsetamerkinu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum sunnudaginn 11. október sl. Alls tóku 22 skátar við merkinu að þessu sinni og var hópurinn frá Vífli fjölmennastur. Sveitarforinginn Atli Bachmann heldur utan um rekkaskátastarfið og hefur haldið vel utan um skátana og hvatt þá áfram með ráðum og dáð. Forsetamerkishafarnir eru: Eiríkur Egill Gíslason Erik Hafþór Pálsson Hillers Eva Lára Einarsdóttir Hilmar Már Gunnlaugsson Hjalti Rafn Sveinsson Kristín Helga Sigurðardóttir Kristófer Lúðvíksson Sigurður Pétur Markússon Snorri Magnús Elefsen Stefán Gunnarsson Skátafélagið óskar þeim innilega til hamingju með áfangann.  

Félagsútilegan 2015

Helgina 23. - 25. október verður farið í skálaferð í Vindáshlíð. Þema útilegunnar er Sjóræningjar. Fjölbreytt dagskrá verður í boði, bæði úti og inni. Skátar greiða einungis hluta kostnaðar, 6000 kr. og er fullt fæði innifalið í því. Lagt verður af stað frá Jötunheimum kl. 19.00 á föstudeginum og þurfa allir að vera búnir að borða kvöldmat áður. Drekaskátum er boðið að koma í heimsókn á laugardeginum og fer sérstök rúta fyrir þá. Nánari upplýsingar verða sendar út í bréfi til forráðamanna.