Skátafélagið Vífill

Gleðilegt nýtt skátaár

Óskum ykkur öllu gleðilegs nýs árs og hlökkum til samstarfsins. Skátastarfið hefst í byrjun janúar með skipulagsfundi félagsráðs laugardaginn 9. janúar og svo fara sveitarfundir af stað með hefðbundnum hætti í vikunni 11. – 15. janúar.

Í sumar verður haldið landsmót skáta á Úlfljótsvatni dagana 17. – 24. júlí og er skráning hafin. Kynningarfundur verður haldinn í janúar.