Þær Gréta Björg Unnarsdóttir og Kristín ósk Sævarsdóttir luku Gilwellþjálfun í lok janúar sl. Gilwell er æðsta foringjaþjálfun skátaheryfingarinnar. Þær Gréta Björg og Kristín Ósk bættust þar með í risastóran hóp annarra skáta. Ævagömul hefð er að raða þátttakendum á Gilwell í hópa sem kenndir eru við fuglategundir og keppa flokkarnir sín á milli. Þær stöllur eru gaukar og bættust við í fjölmennan hóp annarra gauka sem tóku vel á móti þeim. Á myndinni eru þær með Atla Bachmann sem er rekkaskátaforingi og þess má að lokum geta að Atli er hrafn.