­

About Arnar Páll Jóhannsson

This author has not yet filled in any details.
So far Arnar Páll Jóhannsson has created 11 blog entries.

Jólafundur Drekaskáta

Drekaskátar héldu seinasta fundinn sinn fyrir jól. Drekarnir fóru út að leika sér í snjónum, komu svo inn höfðu það notalegt, fengu sér kakó og skreyttu piparkökur   

Árleg piparkökuhúsa-skreytingarkeppni

Hin árlega piparkökuhúsaskreytingarkeppni dróttskátasveitarinnar Fenris fór fram í gærkvöldi. Þrír dómarar fóru yfir piparkökuhúsin og enduðu leikar þannig að staðan var hnífjöfn! Báðir flokkar, Auðhumla og Helgarði fengu 35 stig fyrir húsin sín.

Félagsútilega Vífils

Við fórum í félagsútilegu helgina 19.-21. október inní Skorradal. Við fórum í Capture the flag í myrkrinu, hnýttum hnúta, fórum í göngu í brjáluðu veðri, poppuðum yfir opnum eldi, héldum kvöldvöku, fórum í næturleik og margt margt fleira! Allir fóru kátir (og aðeins votir heim) 😊   Myndirnar tók Hervald Rúnar Gíslason baklandsliði.    

Komdu í skátana

Skráning í vetrarstarfið hefst föstudaginn 1. september. Fyrstu skátafundir verða í vikunni 11. - 15. september. Fundartímar eru þeir sömu og undanfarin ár. Þeim sem hafa áhuga á að koma og prófa er velkomið að koma á tvo fundi áður en þeir ákveða sig. Skráningu lýkur 15. október. Hlökkum til að sjá þig.

Gaukar á Gilwell

Þær Gréta Björg Unnarsdóttir og Kristín ósk Sævarsdóttir luku Gilwellþjálfun í lok janúar sl. Gilwell er æðsta foringjaþjálfun skátaheryfingarinnar. Þær Gréta Björg og Kristín Ósk bættust þar með í risastóran hóp annarra skáta. Ævagömul hefð er að raða þátttakendum á Gilwell í hópa sem kenndir eru við fuglategundir og keppa flokkarnir sín á milli. Þær stöllur eru gaukar og bættust við í fjölmennan hóp annarra gauka sem tóku vel á móti þeim. Á myndinni eru þær með Atla Bachmann sem er rekkaskátaforingi og þess má að lokum geta að Atli er hrafn.

Aðalfundur Vífils 16. febrúar 2017

Aðalfundur skátafélagsins Vífils verður haldinn fimmtudaginn 16. febrúar kl. 20.00 í Jötunheimum. Dagskrá: Fundur settur Kosning fundarstjóra og fundarritara Lögmæti fundarins og kjörgengi fundarmanna kannað Skýrsla stjórnar Skýrslur nefnda Reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar Kosning félagsforingja Kosning tveggja stjórnarmanna. Kosning skoðunarmanns reikninga Starfsáætlun afmælisársins 2017 lögð fram Fjárhagsáætlun ársins 2017 lögð fram Önnur mál Til fundarins eru boðaðir allir skátar í félaginu 16 ára og eldri. Stjórn BÍS og Íþrótta- og tómstundaráði  Garðabæjar er boðið að  senda áheyrnarfulltrúa á fundinn. F.h. skátafélagsins Vífils Hafdís Bára Kristmundsdóttir félagsforingi

Skátafélagið Vífill 50 ára

Skátafélagið Vífill var stofnað á sumardaginn fyrsta 20. apríl 1967 og verður því 50 ára á þessu ári. Svo skemmtilega vill til að afmælisdaginn ber upp á sumardaginn fyrsta í ár. Á afmælisárinu ber hæst hátíðarhöldin á sumardaginn fyrsta 20. apríl sem verða með hátíðlegri blæ en ella. Laugardaginn 22. apríl verður afmælisveisla fyrir boðsgesti. Fleiri viðburðir verða kynntir þegar nær dregur.

Upphaf fimmtugasta starfsárs Vífils og félagsútilega á Úlfljótsvatn

Skátafélagið Vífill óskar öllum gleðilegs nýs árs og þakkar kærlega fyrir það og þau liðnu. Árið 2017 er fimmtugasta starfsár skátafélagsins og verður því sérstaklega viðburðaríkt til að fagna því. Á meðan afmælisdagurinn sjálfur lendir á sumardeginum fyrsta, 20. apríl, verður áfanganum samt fagnað allt árið um kring. Á árinu verða til að mynda tvær félagsútilegur og nálgast sú fyrsta hratt. Helgina 3.-5. febrúar munum við leggja undir okkur útilífsmiðstöð skáta á Úlfljótsvatni og hafa gaman saman. Þema útilegunnar verður að sjálfsögðu Afmæli og má túlka það að vild, enda margt hægt að tengja við það. Við hvetjum því alla til að taka frá helgina og bíða frekari upplýsinga. Skráning í útileguna mun svo fara á skráningarkerfinu Nóri á næstu dögum og munum við senda póst á bæði foreldra, skáta sem og bakland félagsins þegar húnfer í gang.

Skátaárið fer af stað

Önnur fundarvika skátaársins hófst í dag á fundi dróttskáta. Fyrsta vikan gekk auðvitað vel fyrir sig og var gaman að sjá blöndu af nýjum og kunnuglegum andlitum. Nýja félagatalið ætti að vera farið að virka eðlilega eftir einhverja byrjunarörðugleika. Því ætti hin formlega skráning í félagið að virka núna og má finna hlekk á hana hægra meginn á síðunni eða fara beint á http://skatar.felog.is. Einhverjir höfðu víst verið of duglegir í sínum málum og skráð sig á gamla félagatalið okkar áður en starfið hófst. Við biðjum þá vinsamlegast um að skrá sig aftur í  nýja kerfið. Skráning í starf þessarar annar lokar svo 14. október. Líkt og venjulega tökum við glöð á móti nýjum skátum á öllum aldri. Sveitir eru til fyrir alla aldurshópa og er hverjum sem er velkomið að mæta á tvo fundi endurgjaldslaust án skráningar! Endilega hafið samband við okkur ef einhverjar spurningar vakna.

Flokkafjör Vífils í Jötunheimum

Laugardaginn 5. mars ætlar Vífill  að halda flokkafjör í Jötunheimum í fyrsta skipti í langan tíma. Þá munu allar sveitir gista saman eina nótt í Jötunheimum. Dagskráin verður vægast sagt af ýmsum toga þar sem hver og ein sveit verður með dagskrá fyrir sína skáta. Þátttökugjald verður tvö þúsund krónur og mun sá peningur fara í kvöldverð, kvöldhressingu og morgunverð fyrir alla! Mæting : Til að koma í veg fyrir að mikið öngþveiti verði í skátaheimilinu ætlum við að hafa mismunandi mætingartíma fyrir sveitirnar. Dróttskátar mæta klukkan 14:00. Fálkaskátar mæta 14:30. Drekaskátar mæta klukkan 15:00. Við mælum með því að skátar verði búnir að borða áður en þeir mæta þar sem kvöldverðurinn verður fyrsta máltíð fjörsins. Áætlað er að dagskráin klárist í kringum 3 á sunnudeginum - fyrirkomulagið verður þó aðeins öðruvísi hjá drekaskátum og má sjá það hér fyrir neðan. Skráningin verður á http://secure.skatar.is/felagatal/eventregistration.aspx og er síðasti skráningardagurinn 3. mars. Ef einhverjar spurningar vakna er alltaf hægt að ná í okkur með tölvupósti á vifill@vifill.is eða þá í vaktsímanum, 899-0089 Drekaskátar athugið - Á sunnudeginum er skátafélagið Svanir að halda drekaskátadaginn og verður líka skemmtileg dagskrá þar. Svo drekaskátarnir geti nú tekið þátt í fjörinu á báðum stöðum munum við sjá um að ferja skáta á sunnudeginum frá Jötunheimum yfir á Álftanes. Nánari upplýsingar um það fyrirkomulag senda foringjar drekaskátanna til ykkar í tölvupósti. Skráning á drekaskátadaginn er óháð skráningu á flokkafjörið svo skátar þurfa á að skrá sig á eftirfarandi hlekk: http://secure.skatar.is/felagatal/eventregistration.aspx