Skátafélagið Vífill

Hreinsunarvika Vífils

Nú er í tísku að fara út og „plokka“ þ.e. týna upp rusl í umhverfinu. Við í Vífli erum engir eftirbátar í því. Í tilefni sumarkomunnar og hreinsunarátaks í Garðabæ ætlum við að taka til hendinni við Jötunheima og nánasta umhverfi.

Hver sveit hreinsar ákveðið svæði á skátafundi vikuna 24. – 30. apríl. Foreldrar dreka- fálka- og dróttskáta eru beðnir um að koma með skátunum sínum á fundina og taka þátt í hreinsuninni. Baklandsliðar og aðrir velunnarar eru einnig innilega velkomnir. Gott er að taka með sér vinnuvettlinga og ef þið hafið tök á einföld garðverkfæri. Mikilvægt er að flokka plast frá öðrum úrgangi og halda því sér.

Að verki loknu verða grillaðar pylsur og bráðvantar okkur foreldra til þess að aðstoða við það.

Skáti er náttúruvinur og því er þátttaka í hreinsunardeginum
skylduverkefni allra sveita og flokka!

Hlökkum til að sjá þig og fjölskylduna

Með kveðju Stjórn Vífils