Mikið fjör var á fundum hjá skátunum okkar í síðustu viku. Drekaskátar skemmtu sér við að undirbúa öskudaginn með því að sauma öskupoka sem hafa eflaust endað á grunlausum bæjarbúum á öskudaginn sjálfann. Á ösku dag mættu svo hinar ýmsu verur á fálkaskátafund. Þar var sungið og trallað og fengu verurnar smá nammi til viðbótar við þar sem þau höfðu safnað með söng fyrr um daginn.