Skátafélagið Vífill

Lokahóf sumarstarfs og upphaf vetrarstarfs

Lokahóf sumarstarfs og upphaf vetrarstarfs skátafélagsins Vífils verður þriðjudaginn 27. ágúst í skátaheimilinu Jötunheimum við Bæjarbraut frá kl 17.00 – 19.00

Núverandi skátar endurnýja skráningu sína og nýir félagar eru boðnir velkomnir. Þátttakendur á sumarnámskeiðum Vífils eru sérstaklega velkomnir á hátíðina ásamt foreldrum/forráðamönnum sínum og systkinum.

Á lokahófinu gefst tækifæri til þess að kynnast félagsstarfinu, boðið verður upp á skemmtilega dagskrá. Hoppukastali, hægt verður að grilla sykurpúða og einnig verður poppvél á staðnum.

Nálgast má óskilamuni frá sumarstarfinu í skátaheimilinu á þriðjudaginn og á fundartíma í september. Eftir það verða ósóttir óskilamunir gefnir í söfnunargám Rauða krossins.

Hlökkum til að sjá ykkur!
Með skátakveðju,
stjórn og foringjar Vífils