Skátafélagið Vífill

Nýr skátahöfðingi

Marta Magnús­dótt­ir var í dag kjör­in skáta­höfðingi Banda­lags ís­lenskra skáta til tveggja ára á skátaþingi sem fer fram á Ak­ur­eyri um helg­ina. Marta sigraði með 43 at­kvæðum en Ólaf­ur Proppé, sem var einnig í fram­boði til skáta­höfðingja, hlaut 35 at­kvæði. Alls greiddu 81 at­kvæði og voru þrír seðlar auðir. Marta er yngsti skáta­höfðingi BÍS frá upp­hafi. 

Nýr aðstoðarskáta­höfðingi og formaður fé­lagaráðs til þriggja ára er Dag­mar Ólafs­dótt­ir. Í embætti for­manns fjár­málaráðs var Anna Gunn­hild­ur Sverr­is­dótt­ir kjör­in til tveggja ára. Þá var Jakob Guðna­son kjör­inn formaður upp­lýs­ingaráðs til þriggja ára. Sjálf­kjör­in voru Jón Þór Gunn­ars­son sem formaður alþjóðaráðs til eins árs, Harpa Ósk Val­geirs­dótt­ir sem formaður dag­skrár­ráðs til eins árs, Björk Norðdahl sem formaður fræðsluráðs til eins árs og Berg­lind Lilja Björns­dótt­ir sem formaður ung­mennaráðs til þriggja ára. Nýja stjórn­in sam­an­stend­ur því af sex kon­um og tveim­ur körl­um.