Skátafélagið Vífill

 Skátastarfið

Hjá Vífli starfa sex mismunandi aldurshópar skáta og eru viðfangsefnin jafn mismunandi og þátttakendurnir eru margir!

Skátastarfið

Skátahreyfingin er alþjóðleg æskulýðshreyfing sem vinnur að valdeflingu ungmenna í þeim tilgangi að virkja þau til jákvæðra áhrifa í sínu samfélagi og til þátttöku í að bæta þann heim sem við búum í. Skátastarf er gefandi bæði fyrir ungt fólk og fullorðna sjálfboðaliða sem sinna starfinu með því. Í skátastarfi öðlast þú ekki eingöngu reynslu, kunnáttu og minningar heldur er félagsskapurinn líka frábær, tækifærin endalaus og starfið kemur í sífellu skemmtilega á óvart.

Hvernig get ég orðið skáti?

Best er að ganga til liðs við skátana að hausti því þá auglýsa þeir sérstaka innritunardaga, en að sjálfsögðu getur þú byrjað á öðrum árstímum. 

Nánari upplýsingar um starfið færðu síðan á skrifstofu með því að senda tölvupóst á vifill@vifill.is

Kynntu þér viðfangsefni mismunandi aldurshópa með því að velja úr valmyndinni hér fyrir neðan.