Skátafélagið Vífill

Skátastarf í næstu viku

Góðan dag

Eftir blaðamannafundinn í gær hefur Bandalag íslenskra skáta (BÍS) tekið þá ákvörðun að allt skátastarf verði fært á netið til 19. október. Staðan verður svo tekin aftur þá og við fylgjumst vel með þeim tilmælum sem koma fram þangað til. Sveitarforingjar hverrar sveitar munu senda skátunum sínum verkefni sem við hvetjum skáta og foreldra til að gera saman. Þannig er hægt að halda skátafundi heima hjá sér og hægt að bjóða foreldrum og systkinum að vera með.

BÍS verður síðan með Fjölskyldukakóviss þann 15. október klukkan 17:00 sem við hvetjum alla til að taka þátt í. Við minnum líka á Stuðkvína (https://skatarnir.is/studkvi/) þar sem er að finna ýmisleg skemmtileg skátaverkefni.

Við hvetjum alla til að vera dugleg til að taka myndir þegar þið eruð að leysa skátaverkefnin heima þannig skátarnir geti deilt þeim með félögum sínum þegar við hittumst aftur.

Skátakveðja, Thelma Rún félagsforingi