Skátafélagið Vífill

Skátaþing 2016

Skátaþing 2016 er haldið í Mosfellsbæ 11. til 12. mars. Fulltrúar Vífils á þinginu eru 13 og fer félagið með fjögur atkvæði þegar kosningar fara fram. Á þinginu býður skátahöfðingi sig fram til endurkjörs, nýr gjaldkeri verður kjörinn ásamt formönnum ráða. Ennfremur verður kosið í ráð og nefndir, lagðar fram lagabreytingatillögur og margt fleira. Ný reglugerð um skátabúninginn verður lögð fram og er löngu orðið tímabært endurskoða hana og færa til nútímans.