Skátafélagið Vífill

Skráning á Landsmót 2016; skráningargjöld hækka á næstunni

Við viljum minna alla Vífla á að 15. febrúar hækka skráningargjald á Landsmót um 5%. Nú fer því hver að verða síðastur að skrá sig á www.landsmot.is áður en verðið hækkar. Við viljum einnig benda á að hægt er að skipta skráningargjaldinu upp í fleiri en eina greiðslu. Hægt er að nálgast upplýsingar um fyrirkomulagið á vefsíðu Landsmóts. Undanfarin ár hefur engin vöntun verið á Víflum á Landsmótum og ætlum við svo sannarlega ekki að taka upp á því að láta það gerast núna.

Allar frekari upplýsingar um mótið má nálgast inná www.landsmot.is. Ef einhver spurningar varðandi þátttöku Vífils vakna þá hvetjum við ykkur eindregið til að senda okkur póst á www.vifill.is.