Skátafélagið Vífill

Sumardagurinn fyrsti 2022

Sumardagurinn fyrsti 2022

Nú getum við loksins haldið aftur almennilega upp á sumardaginn fyrsta!
Hátíðarhöldin hefjast kl. 13 með skátamessu í Vídalínskirkju. Svo að messu lokinni fjölmennum við í skrúðgöngu sem leggur af stað kl. 14:00 frá Vídalínskirkju og endar í Miðgarði, nýju íþróttamiðstöðinni, þar sem skemmtidagskrá hefst.

Skátafélagið Vífill býður alla velkomna að taka þátt í hátíðarhöldunum! 🎉