Skátafélagið Vífill

Útilífsskóli Vífils þakkar fyrir sig

Fyrir hönd skátafélagsins Vífils viljum við þakka öllum þeim duglegu og skemmtilegu krökkum sem sóttu námskeið útilífsskóla Vífils í sumar. Bæði foringjum og skólastjórum fannst samveran gefandi og ánægjuleg og vonumst við til að tilfinning foreldra sem og krakka sé sú sama. Ásókn var góð, veðrið ekki verra og allir krakkar hressir. Við vonumst til að sjá sem flesta í skátastarfi vetrarins sem og á sumarnámskeiðum næsta árs.

Að gefnu tilefni viljum við benda á að skrifstofan í Jötunheimum verður lokuð vegna sumarleyfa frá 17. til 28. ágúst. Þó verður hægt að senda tölvupóst á vifill@vifill.is og verður þeim svarað við fyrsta tækifæri. Sé málið áríðandi er hægt að hafa samband í vaktsímann okkar, 899-0089.

Í Jötunheimum er enn talsvert magn af óskilamunum eftir sumarið. Ef eitthvað hefur glatast á námskeiðum sumarsins er ykkur velkomið að kíkja á okkur í Jötunheimum mánudaginn 31. ágúst á milli 17:00 og 19:00. Óskilamunir verða þá til sýnis og reynt að hafa upp á eigendum þeirra.

Þakkarkveðjur,
Starfsfólk Útilífsskóla Vífils