Skátafélagið Vífill

Vika fjögur var að klárast hjá Útilífsskóla Vífils

Vika númer 4 var að klárast hjá okkur í Útilífsskóla Vífils og það var mikið baukað þessa vikuna.
Ævintýranámskeiðið kíkti í heimsókn á Árbæjarsafnið, fóru í sund í Kópavogslaug, hjóluðu í Heiðmörk og kíktu á Maríuhella og hjóluðu svo á ylströndina í Sjálandinu og fóru á kanóa og grilluðu pylsur.
Allir krakkarnir á smíðanámskeiðinu voru hörkudugleg að smíða kofa fyrir utan Jötunheima og það liggur í augum uppi að þarna leynast upprennandi smiðir.
Hérna fylgja svo myndir frá vikunni, við þökkum öllum kærlega fyrir vikuna!