Landsmót Skáta 2024 verður haldið 12.-19. júlí við Útilífsmiðstöð skáta á Úlfljótsvatni.
Við í Vífli erum að undirbúa fararhóp á mótið sem inniheldur fálkaskáta, dróttskáta og rekkaskáta ásamt foreldrum, foringjum og baklandi félagsins.
Skráningarfrestur er til 5. mars 2024 og fer skráning fram HÉR.
Þáttökugjöld á mótið eru 83.000 kr.
Fjölskyldumeðlimum skáta og drekaskátum býðst að vera í fjölskýldubúðum á mótinu. Nánar um það HÉR.
Þema mótsins er Ólíkir heimar sem flokkast í Bergheima, Jurtaheima, Loftheima, Eldheima og Vatnaheima. Við í Vífli tilheyrum Loftheimum ásamt vinum okkar í Hraunbúum, Ægisbúum og Heiðabúum.
Nánar um þemað HÉR.
Fararstjóri Vífils á mótið er Urður Björg Gísladóttir.
Tjaldbúðaforingi Vífils er Huldar Hlynsson.