Skátafélagið Vífill

Flokkafundur fálkaskáta

Fálkaskátar voru með flokkafund í dag þar sem allir flokkarnir voru að vinna í mismunandi verkefnum og var mikið stuð hjá þeim. Flokkurinn Einhyrningar elduðu í hollendingi, flokkur Cyclops bjuggu til handrit að stuttmynd, flokkurinn Griffon kveiktu eld með mismunandi aðferðum og flokkurinn Pegasus bjuggu til tvo nýja leiki.