Skátafélagið Vífill

Foreldrafundur Vífils fyrir Landsmót skáta á Akureyri 2020

Skátafélagið Vífill ætlar að fjölmenna á Landsmót skáta á Akureyri vikuna 8-14. Júlí 2020.

Það verður haldin foreldrafundur í skátaheimilinu Jötunheimum, Bæjarbraut 7, miðvikudaginn 27. nóvember kl 20:00.
Við munum koma til með að kynna landsmótið, sýna myndir frá mótum, kostnaður og aðrar tilkynningar munu koma fram.
Starfsmaður mótsins mun koma með kynningu á mótinu.
Drekaskátar fara ekki með sem þátttakendur, en við hvetjum drekaskátafjölskyldur til að fara í fjölskyldubúðinar og taka þátt í dagskrá með foreldrum.
Landsmót er einn stærsti viðburður í starfi skátahreyfingarinnar.
Við vonumst til að sjá sem flesta skáta og foreldra.

Með kveðju, fararstjórar.