Skátafélagið Vífill

Forsetamerki 2017

Síðastliðin laugardag var hin árlega afhending Forsetamerkis skátahreyfingarinnar, þar sem Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, heiðraði átta skáta. Þeirra á meðal var Inga Lilja Þorsteinsdóttir og Úlfur Kvaran úr Vífli. Við hjá Vífli óskum þeim innilega til hamingju með merkið en Forsetamerkið er æðsta viðurkenning sem rekkaskáti getur hlotið.

Mikil vinna liggur að baki merkisins og því er þetta mikill heiður fyrir rekkaskáta en allt að 1400 skátar hafa hlotið merkið síðan 1965. Þá var Forsetamerkið fyrst afhent þann 24.apríl af Ásgeiri Ásgeirssyni, þáverandi forseta Íslands.