Skátafélagið Vífill

Vertu með!

Virkni og þátttaka er galdurinn í skátastarfi. Það eru nefninlega skátarnir sjálfir sem ákveða hvað gert er. Skátar fara í útilegur og ferðalög, klífa fjöll, leika leikrit, sigla á kajökum, tálga, syngja, dansa og byggja snjóhús. Þeir öðlast reynslu í að skipuleggja sitt eigið skátastarf sem byggir á gildum skátanna.

Vetrarstarf skátafélagana er að fara af stað þessa dagana. Vilt þú vera með? Það er auðvelt að byrja í skátunum. Það fá allir að vera með.

Skráning er í gegn um vefinn: www.skatamal.is og skráningarkerfið Nóra:

Leiðbeiningar fyrir nóra

  1. Farðu á https://skatar.felog.is/
  2. Haka við „samþykkja skilmála“
  3. Smella á Íslykil skráargat
  4. Skrá sig inn með rafrænu auðkenni eða íslykli
  5. Smella á Námskeið og flokkar í boði (fyrir aftan nafn iðkanda)
  6. Velja námskeið
  7. Velja greiðslumáta (greiðsluseðill eða kreditkort)
  8. Haka við „samþykkja skilmála“
  9. Smella á staðfestingarsíða
  10. Skrá greiðslur og að lokum staðfesta
    Skráningarleiðbeiningar-ág17