Skátafélagið Vífill

Halloween – Félagsútilega

Kæru skátar og forráðamennHappy-Halloween-1

Árleg félagsútilega Vífils verður haldin helgina 31. okt. – 2 nóv. og verður hún haldin í Víkings og ÍR í Bláfjöllum líkt og í fyrra. Markmið útilegunnar er að efla félagsandann, þjálfa skátana í útilífi og skátaleikjum ásamt því að efla sjálfstæði þeirra.

Þema útilegunnar þetta árið er Halloween og er óskað eftir því að skátarnir mæti með einhverskonar Halloween búning með sér til að nota í dagskránni.

Mæting er við Jötunheima kl. 19.30 á föstudaginn og heimkoma á sama stað um kl. 15.15 á sunnudag. Allir eiga að mæta saddir því ekki er boðið upp á kvöldmat á föstudaginn!

Drekaskátar: Farið verður í dagsferð til að heimsækja eldri skátana í útilegunni og munu drekaskátar taka þátt í dagskránni yfir daginn og fara heim að lokinni kvöldvöku. Drekaskátar leggja af stað frá skátaheimili kl. 9:00 á laugardagsmorgun og komið til baka um kl. 22.00.

Kostnaður við útileguna, gisting, rúta og fullt fæði er 8500 kr og er niðurgreiddur af félaginu um 3500 kr. Greiða því skátarnir 5000 kr. Skráning fer fram á www.skatar.is –viðburðaskráning. Skráningu er ekki lokið fyrr en búið er að greiða útilegugjaldið inni á skráningarvef eða inn á: 0318-26-831, kt.530576-0439 og senda tilkynningu á vifill@vifill.ismeð nafni skáta í skýringu. Skráningu lýkur kl. 21.00 á miðvikudagskvöldið 29. október.

Ef einhverjar spurningar vakna þá veitir starfsmaður félagsins, Guðrún Þórey, nánari upplýsingar í síma 565-8820 og 899-0089 eða með því að svara pósti á vifill@vifill.is.

Foreldrar eru velkomnir í heimsókn í útileguna og öll aðstoð við matargerð og dagskrá er vel þegin. Þeir sem hyggjast koma vinsamlegast látið starfsmann okkar vita.

Stjórn og foringjar Skátafélagsins Vífils