Skátafélagið Vífill

Upphaf skátastarfsins haustið 2014

Fyrstu skátafundir verða í vikunni 15. – 19. september. Gert er ráð fyrir því að aldurshópar fundi á sama tíma og síðasta vetur. Fundartíma er að finna hér til hægri á síðunni.

Það fer eftir fjölda fálkaskátanna hvort þeir verða í einum eða tveimur hópum þ.e. hvort boðið verði upp á fundi tvo daga í viku eða einn. Þá velja skátarnir annan daginn. Upplýsingar um sveitir og aldurshópa er að finna hér á síðunni undir flipanum “skátastarf”.
Skráningarhnappur er hér til hægri á síðunni. Félagsgjöld eru 15.000 pr. önn eða 30.000 fyrir allt árið. Gjaldið er innheimt í október og febrúar og hægt er að greiða allt árið að hausti. Veittur er systkinaafsláttur og hvatapeningar nýtast vel.