Skátafélagið Vífill

Heiðursfélagi Vífils heiðraður

Ágúst Þorsteinsson skáti, stofnfélagi og heiðursfélagi Vífils, fyrrverandi skátahöfðingi var heiðraður af Íþrótta- og tómstundaráði Garðabæjar 10. janúar sl. Ágústi er þakkað fyrir vel unnin störf að tómstundastarfi ungmenna í Garðabæ um langt árabil.

Skátar í Vífli færi Ágústi innilegar hamingjuóskir í tilefni viðurkenningarinnar og eru afar stoltir af því hafa hann í baklandinu.